Það voru þreytt en sæl ungmenni í fermingarhópi Árbæjar sem komu heim úr Vatnaskógarferð miðviku og fimmtudagskvöld.  Eftir viðburðríkan dag í sumarbúðum KFUM stendur eftir ummæli rútubílstjórans "þetta er prúðasti hópur fermingarbarna sem ég hef ekið í skóginn."  Fræðslan gekk vel fyrir sig og frjálsi tíminn eins og bátar og íþróttahús vel nýtt.  Endað var á kvöldvöku.  Þegar upp er staðið stendur eftir góðar minningar nóvemberdaga í Vatnaskógi.  Þegar börnin fóru heim á leið fengu þau í hendurnar blað um fyrirhugaða söfnun nk. mánudag kl.17.30.  Söfnunin er á vegum Hjálparstarfs Kirkjunnar.  Þessi söfnun hefur verið árviss viðburður undanfarin ár meðal fermingarbarna.  Viljum við hvetja aðstandendur barnanna að kynna sér innihald bréfsins sem þau fengu í hendur og ræða við þau um efni þess.  Vonumst við síðan til þess að sem flest barnanna geti tekið þátt í þessu mikilvæga starfi undirbúnings fermingar að vori.

sr. Þór Hauksson