Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn

Kæru foreldrar

Okkur er sönn ánæga að tilkynna ykkur að nú eru hið vinsæla tvíeyki, Hafdís og Klemmi komin í sunnudagaskólann.

Mörg börn hafa kynnst þeim félögum af DVD diskinum Daginn í dag sem kom út fyrir síðustu jól. Efni af disknum var sett inn á sjónvarp Símans og hefur það verið eitt vinsælasta barnaefnið þar.

Af því tilefni var ráðist í að gera fjölmarga stutta þætti með Hafdísi og Klemma sérstaklega fyrir sunnudagaskólann og annað barnastarf kirkjunnar.

Þættirnir með Hafdísi og Klemma verða sýndir í sunnudagaskólanum okkar auk þess sem bryddað er upp á mörgu öðru fróðlegu og skemmtilegu.

Sunnudagaskólinn leitast við að vera samherji foreldra í uppeldi barna þeirra þar sem börnin læra muninn á réttu og röngu, læra um náungakærleikann og ekki síst það veganesti að eignast athvarf í trúnni á Guð.

Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga kl.11.00

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn!

Prestar og starfsfólk barna og unglingastarfs Árbæjarkirkju