Uppstigningardagur 13. maí er jafnframt dagur aldraðra. Hátíðarmessa er kl.11.00 ath. breyttan tíma. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédikar, prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Aldraðir lesa ritningalestra. Lögreglukórinn syngur. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Handvinnusýning eldri borgara. Hátíðarveitingar í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar að guðsþjónustu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.

Hjartanlega velkomin í Árbæjarkirkju á sunnudaginn, á uppstigningardag og alla aðra daga!
Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd.