Árbæjarkirkja kallar
Árbæjarsöfnuður tekur á móti biskupi Íslands

Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson vísiterar Árbæjarsöfnuð vikuna 9-14. maí nk.
Fylkismessa er árlegur viðburður safnaðarins og verður haldin sunnudaginn 9. maí. Að þessu sinni mun biskup mun heiðra okkur með nærveru sinni. Barnakór og gospelkór kirkjunnar syngja nokkur lög. Fimleikadeild Fylkis sýnir listir sínar. Við hvetjum Fylkismenn og – konur til að fjölmenna og helst í búningum. Látum Appelsínugulalitinn verða sýnilegann!  Meistaraflokkur Fylkis kvenna í knattspyrnu mæta á staðinn. Það verður fjölskyldustemning og börn úr TTT og STN starfinu veðra með atriði. Leikhópurinn Perlan lætur sig ekki vanta á vorhátíðina frekar en undanfarin ár og sýnir leikþátt. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins koma fram. Að guðsþjónustunni lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur. Hið vinsæla stífluhlauð verður á sínum stað.

Uppstigningardagur 13. maí er jafnframt dagur aldraðra. Hátíðarmessa er kl.11.00 ath. breyttan tíma. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédikar, prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Aldraðir lesa ritningalestra. Lögreglukórinn syngur. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Handvinnusýning eldri borgara. Hátíðarveitingar í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar að guðsþjónustu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.

Hjartanlega velkomin í Árbæjarkirkju á sunnudaginn, á uppstigningardag og alla aðra daga!
Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd.