Foreldramorgnar í Norðlingaholti

Árbæjarkirkja hefur ákveðið að fara af stað með foreldramorgna í Holtinu, (við Norðlingaskóla, sama húsnæði og ÍTR hefur til afnota) fyrsta samvera var miðvikudaginn  13. janúar.  

Tímasetnining er: Miðvikudagar kl.10 – 12.

Þetta verður með sama sniði og foreldramorgnar sem haldnir eru í Árbæjarkirkju. Við hittumst, spjöllum og kynnumst öðrum foreldrum í hverfinu. Dagskráin mun mótast af óskum þeirra sem mæta.
Brauð og drykkir verða í boði kirkjunnar og er leitast við að skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft.

Foreldramorgnar eru áfram í Árbæjarkirkju á mánudögum kl. 12 – 14 og eru allir velkomnir á báða staði.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ásu s: 661-9016