Barnakór Árbæjarkirkju.

Kórskóli Árbæjarkirkju hóf aftur starfssemi sína í september. Æfingar eru í safnaðarheimilinu á mánudögum. Æfingar hjá 6-9 ára börnum er kl.15.00-15.45 og æfingar hjá 10-12 ára er kl.16.45-17.35. Fyrir utan að læra hin ýmsu lög er lögð áhersla á að þjálfa öndun, raddbeitingu og taktskyn. Kórinn kemur fram við hin ýmsu tækifæri innan kirkjunnar eins og í fjölskyldumessum á aðventukvöldi o.fl. Öll 6-12 ára gömul börn eru velkomin í öllum skólum sóknarinnar. Upplýsingar gefur Jensína í síma -567-2740/gsm 6911240