Fyrirhugað er að auka samstarf meðal nágrannasafnaða í Reykjavíkurprófasdæmi eystra.  Árbæjarsafnaðar, Grafarholtssafnaðar og Grafarvogssafnaðar nyrstu safnaða prófastdæmisins.   Þann 19. júlí nk. kl.11.00 sameinast þessir þrír söfnuðir um útimessu í skógarreitnum við Vesturlandsveg sem er á mörkum sóknanna þriggja.  Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju rúmlega 10 um morguninn og gengið sem leið liggur norður af kirkjunni Bæjarbraut og Hálsabraut niður að Vesturlandsvegi að skógarreitnum.  Messan er stutt og þegar henni er lokið verður grillað.  Tilvalin messa fyrir fjölskyldufólk einstaklinga og alla aldurshópa.  Þeir sem kjósa að fara á bíl leggja bílnum austan megin við Grafarvogskirkju – stuttur spölur þaðan í skórgarrjóðrið.