Sunnudaginn 10. maí.

Vorhátið Árbæjarkirkju og Fylkismessa.  Leikhópurin Perlan, kórskóli kirkjunnar syngur, fimleikastúlkur Fylkis sýna, við grillum og höfum stífluhlaup.  Frábær fjölskylduskemmtun!

Sunnudaginn 17. maí er safnaðarferð Árbæjarkirkju-Farið verður í Viðey.  Ferjan tekin 11.15.  Hægt erð að fara á eigin vegum að ferjuhöfninni eða taka rútu frá kirkjunni.  Hvort heldur sem er skráið ykkur á netfangið arbaejarkirkja@arbaejarkirja.is eða margret@arbaejarkirkja.is og látið vita hvorn kostinn þið kjósið.  Við munum njóta staðarins vera með helgistund í Viðeyjarkirkju og grillum.  Áætluð heimferð er 14.30/15.30.   Börn komi í fylgd með fullorðinna. 

Gospelkór Árbæjarkirkju ásamt hljómsveit heldur sína árlegu vortónleika miðvikudaginn 13/5 kl: 20:00.
Hljómsveitina skipa Ómar Guðjónsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa og Brynjólfur Snorrason á trommur. Stjórnandi kórsins er María Magnúsdóttir.
Miðaverð er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Léttar veitingar verða í boði kórsins eftir tónleikana.