30. nóvember – Fyrsti sunnudagur í aðventu.

Kirkjudagurinn – Sunnudagaskólinn kl.11.00. Tendrað á fyrsta aðventukertinu. Guðsþjónusta kl.14.00 Prestarnir þjóna fyrir altari. Sr. Guðmundur Þorsteinsson fyrsti sóknarprestur safnaðarins og dómprófastur prédikar. Johann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari syngur,. Guðmundur Hafsteinsson leikur trompet. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krizstine K. Szklenár. Skyndihappdrætti líknarsjóðsins. Hátiðarkaffi í boði kvenfélagsins í tilefni afmælisins. Vinnarbandið leikur í safnaðarheimili kirkjunnar.

Líknarsjóðurinn treystir á örlæti þitt! Konurnar sem skipa líknarsjóðinn halda úti öflugu skyndihappdrætti fyrsta sunnudag í aðventu. Eftir sunnudagskólann kl.11.00 og hátíðarguðsþjónustu kl.14.00 gefst kirkjugestum kostur á að kaupa happdrættismiða. Glæsilegir vinningar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið af miklum rausnarskap. Afrakstur seldra miða fara í að efla hag þeirra sem minna mega sín í sókninni okkar.