Undir liðnum hér til hægri "Á næstunni"má lesa og sjá hvað er boðið uppá í afmælisvikunni 23 – 30 nóvember  Áhugasamir fylgist vel með því eflaust á eitthvað eftir að bætast við þá liði sem fyrir eru.   Meðal dagskrárliða eru tónleikar gospelkórsins sunnudaginn 23. nóvember kl.20.00.  það er frítt á tónleikana.  Á eftir er boðið upp á veitingar.  Kirkjukórinn með opna æfingu kl.20. 00 fimmtudaginn 27. nóvember. 

30 nóvember fyrsta sunnudag í aðventu er Hátíðarfjölskylduguðsþjónusta kl.11.00 og líknarsjóðshappdrætti og kl.14.00 er hátíðarguðsþjónusta – hátíðarkaffi og líknarsjóðshappdrætti.   

Dagana 24 – 27. nóvember er opið hús.  Afar, ömmur, foreldar og systkini og allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starf Árbæjarkirkju meðal ungmenna og þeirra sem eldri eru er boðið að koma og taka þátt eða fylgjast með þar sem störfin eru hvort heldur í kirkjunni og skólum – sjá nánari dagskrá "Á næstunni"hér til hliðar.