Sunnudaginn 16. nóvember er guðsþjónusta kl. 11.00.  Sunnudagurinn ber upp á dag íslenskrar tungu.   Af því tilefni munum við í kirkjunni bjóða upp á ljóðamessu í samstarfi við Borgarbókarsafnið/Ársafni.   Lesin verða átta til níu ljóð.  Einsöngur: Jóhanna Halldórsdóttir flytur  sálmasöng.  Organisti er Krizstina K. Szklenár.  Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Fyrir altari þjónar sr. Þór Hauksson.  Sunnnudagaskólinn á sama tima í safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjukaffi og meðlæti á eftir.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar!  Viljum við hvetja unga sem aldna að koma og eiga góða og uppbyggjandi stund í kirkjunni sinni!