Frá hugmynd til veruleika
Sunnudaginn 5. október er guðsþjónusta í Árbæjarkirkju og hefst hún kl. 11. Að henni lokinni verður opnuð sýning í anddyri kirkjunnar á tillögum VA arkitekta á fyrirhuguðum framkvæmdum við kirkjuna. Formaður byggingarnefndar Ólafur Örn Ingólfsson opnar sýninguna og Þórhallur Sigurðsson arkitekt mun sjá um stutta kynningu ásamt Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt. Að henni lokinni gefst tækifæri til að spjalla við arkitektana og virða fyrir sér framtíðarútlit Árbæjarkirkju.
                               Allir hjartanlega velkomnir
                               Listanefnd Árbæjarkirkju