Jólahelgihald Árbæjarsafnaðar

Helgihald um jólin í Árbæjarsöfnuði er með heðfbundnu sniði. Þegar jólahátíðin er hringd inn af kirkjuklukkum landsins þann 24 desember á aðfangadagskveldi hefst aftansöngur kl.18.00. Hátíðartónn sr. Bjarna Þorsteinssonar sunginn. Fyrir altari þjónar og prédikar sr. Þór Hauksson. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krisztine Kalló Szklenar organista. Matthías Birgir Nardau leikur á óbó og Ingibjörg Guðmundsdóttir syngur einsöng.

Þegar líður að kveldi og heilög nótt nálgast er Náttsöngur kl. 23.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenár organista. Einsöngur Stefán Sigurjónsson, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.

Eftir hvíld heilagrar nætur og líður að miðjum degi jóladags 25. desember er messa á jólum kl.14.00. Fyrir altari þjónar sr. Þór Hauksson og prédikar Gunnar Kvaran leikur á selló. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krizstinar Kalló Szklenár organista.

Á öðrum degi jóla 26. desember er fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni og sr. Sigrún Óskarsdóttir leiða stundina. Jólasaga lesin og jólasöngvar sungnir. Þessi stund er ætluð öllum aldurshópum sem vilja njóta helgi jólanna í söng og gleði þeirri sem jólin vissulega veita.