Þá er komið að ferð fermingarbarna í Vatnaskóg.  Viljum við biðja foreldra/forráðamenn að lesa vel bæklinginn sem börnin fengu í hendur sl. fimmtudag 8. nóvember.

Mánudaginn 12. nóvember fara eftirtaldir bekkir í dagsferð í Vatnaskóg:

8.RH

8.ÁB

8.MG

Börnin eiga að hafa fengið í hendurnar bæklin2 um ferðina.  Ennfremur er hann að finna hér á síðunni á undirsíðu –  Fermingarstarf-Vatnaskógur. 

Kostnaður við ferðina er 6.900 kr.  Sundurliðun kostnaðar er eftirfarandi. Prófastdæmið greiðir kr. 2.400. Árbæjarsókn greiðir 2500.  Barnið greiðir 2000. 

Greiðslu kr. 2000 skal inna af hendi fyrir brottför frá Árbæjarkirkju!

Lagt er af stað frá kirkjunni! kl.8.00 og heimkoma áætluð 21.00-21.30

Fimmtudaginn 15. nóvember fara eftirtaldir bekkir:

8.RÓ

8.MS

8.BBB

Prestarnir

sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir

ES. Ef einhverjar spurningar eru hafið endilega samband við prestana!

Prestarnir ásamt æskulýðsleiðtogum kirkjunnar Pétri og Grétari verða með í för ásamt starfsfólki í Vatnaskógi.   Ef einhverjar spurningar eru hafið endilega samband!