Á miðvikudögum er opið hús fyrir eldri borgara safnaðarins frá kl.13.00-15.30.  Það er tekið í spil, sungið, dansað, föndrað og spjallað saman.   Fyrst og fremst góð samvera með góðu fólki.  Umsjón hafa Vilborg Edda, og Margrét Snorradóttir.

Kyrrðarstund í hádeginu frá kl. 12.00-12.30.  Fyrirbænir, hugleiðing og altarisganga.  Súpa og brauð gegn vægu verði í safnaðarheimilinu á eftir.