Guðsþjónusta sunnudag kl.11.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.  Fermingarbörn aðstoða við guðsþjónustuna.  Undanfarna þrjá laugardaga hafa þau  sem sóttu ekki ágústnámskeiðið fengið sambærilega fræðslu sem boðið var upp á í ágústnámskeiðinu og eru því öll fermingarbörnin komin á sama stað í fræðslu vetrarins. 

Á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar er sunnudagaskólinn sem hefur farið vel af stað.  Ánægjulegt að sjá hversu mörg börn koma með foreldrum sínum og vart hægt að greina á milli hvorir hafa meira gaman af þessum stundum.   Hressing fyrir alla og spjall eftir guðsþjónustunar.