Sunnudaginn 9. september er fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. Í fjölsk.guðsþjónustum er almenna guðsþjónustan og sunnudagaskólinn sameinuð. Rebbi refur og Gulla gæs eða Engilráð koma í heimsókn og það er mikið sungið og sagðar skemmtilegar sögur. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á kaffi fyrir eldra fólkið og ávaxtasafi fyrir þá sem yngri eru og meðlæti.  Pabbar og mömmur afar og ömmur og fjölskyldan öll er boðuð til sameiginlegrar guðsþjónustu.  Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Minnum á að nýtt kennsluefni býður þeirra sem ekki eru búin að fá það í hendur að ekki sé talað um fallegu myndirnar sem fylgja!