Miðvikudaginn 5. september er fyrsta kyrrðar og bænastund vetrarins.  Stundin hefst kl.12.00 með orgelleik.  Fyrirbænir, söngur, kyrrð.  Stundin stendur yfir í hálftíma.  Á eftir er þeim boðið sem vilja að fá súpu og brauð í safnaðarheimili kirkjunnar gegn vægu gjaldi.

Sama dag kl.13.00 hefst samvera eldri borgara í söfnuðinum sem í daglegu tali kallast Opið hús.  Stendur hún yfir til kl.16.00.  Á þessum stundum er tekið í spil, föndrað, blöðin skoðuð, gestir koma í heimsókn með hljóðfæraslætti, kynningu eða fræðsluerindi.