Öskudagur og upphaf föstu
Hinn eiginlegi föstutími hefst miðvikudaginn eftir sunnudag í föstuinngang. Þá eru fjörutíu virkir dagar til páska. Þessi dagur heitir öskudagur hjá okkur (dies cinerum). Það nafn eða lík nöfn á þessum degi eru algengust í hinum kristna heimi. Askan er tákn iðrunar og er víða notuð í helgihaldi þess dags.

(fengið af vefnum kirkjan.is)