Sunnudaginn 10. desember kl.20.00 verður aðventukvöld Árbæjarsafnaðar.  Eins og alltaf er leitast við að hafa kvöldið notalegt með tónlist og töluðu orði. 

Ræðumaður kvöldsins er Guðfinna Bjarnadóttir fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. 

Gunnar Kvaran og eignkona hans flytja verk saman. 

Halla S. Jónasdóttir einn meðlima kirkjukórins syngur einsöng og kór kirkjunnar ásamst kirkjugestum syngja jólalög. 

Fermingabörn flytja helgileik um fæðingu frelsarans. 

Ljóst má vera að eitthvað verður fyrir alla aldurshópa. 

Bendt Harðarson sóknarnefndarmaður leiðir stundina.   Á eftir er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur sem eru ómissandi um jólin!  Vonumst til að sjá ykkur sem flest á þessu kvöldi!