Jólafjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni. Söngur og sögur. Ung stúkka Bjargey Lilja Marteinsdóttir syngur nokkur jólalög. Tendrað á þriðja aðventukertinu Hirðakertinu. Umsjón Aldís Elva, sr. Bjarki Geirdal og sr. Þór Hauksson. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur undir á píanó. Eftir stundina í kirkjunni ca. 20. mín færum við okkur niður í safnaðarheimli kirkjunnar þar sem slegið verður upp jólaballi. Kátir sveinar koma af fjöllum með söng og sprelli og góðgæti í poka fyrir börnin. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Gunna verður í nýjum kjól og Siggi verður þarna líka og þú líka.