Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar

Leikhópurinn Lotta með söngvasyrpu, sýning/skemmtun fyrir alla fjölskylduna kl.11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00.Organisti, Guðmundur Sigurðsson. Kór Árbæjarkirkju syngur. Óbóleikari Matthías Birgir Nardeau. Harmoníukórinn syngur undir stjórn Sólveigar Sigurðardóttur. Hátíðarkaffi og líknarsjóðshappdrætti kvenfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar. Veglegir vinningar í boði.