Það verður líf og fjör í barnastarfi Árbæjarkirkju í vetur og ættu allir krakkar að finna eitthvað við sitt hæfi. Það hefur löngum verið mikill metnaður að halda úti öflugu barna og unglingastarfi í söfnuðinum.
Tilgangurinn með starfinu er að kenna börnunum í gegnum sögur, söngva og leiki um kristna trú og siðfræði, gera hjálparstarfsverkefni og margt fleira.
Skrá þarf sérstaklega börnin í STN (6-9 ára) og TTT-starf (10-12 ára). Það er gert hér á heimasíðunni. Allt barna- og unglingastarf á vegum Árbæjarkirkju er ókeypis.
1. -3. bekkur. STN Þriðjudagar kl.15:00 – 16:00
4. -7. bekkur. TTT Þriðjudagar kl. 16:00 – 17:00
Allar nánari upplýsingar um barna- og unglingastarf Árbæjarkirkju veitir Aldís Elva Sveinsdóttir á netfangið:aldiskvaran@gmail.com