Fermingar 2020

Fermingarfræðslan: Fermingarfræðslan í Árbæjarkirkju byggist upp á tveimur námskeiðum á haustin, annaðhvort ágústnámskeiði eða septembernámskeiði sem fermingarbörnin sækja en svo sameinast þau í fjölbreyttum fræðslusamverum yfir veturinn  ásamt því að koma reglulega í guðsþjónustur. Fermingarfræðarar eru: Sr. Þór Hauksson sóknarprestur, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og Jakob Viðar Sævarsson leiðtogi.

Skráning: Skrá þarf barnið í gegnum skráningarkerfið hér á heimasíðunni. Ef eitthvað kemur upp á og breyta þarf skráningu þá vinsamlegast sendið póst á:ingunn(hjá)arbaejarkirkja.is

Upplýsingar: Við notum tölvupóst í samskiptum við foreldra og því mikilvægt að netföng séu rétt skráð. Vinsamlegast látið vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur. Stofnaður hefur verið lokaður hópur á facebook til að miðla upplýsingum til foreldra fermingarbarna og eru foreldrar beðnir að óska eftir aðgangi. Slóðin er: https://www.facebook.com/groups/636873200154618/members/ Við hvetjum ykkur einnig til að skrá ykkur á Facebooksíðu Árbæjarkirkju sem heitir: Árbæjarkirkja

Kennslubókin heitir Con Dios og þurfa fermingarbörnin að kaupa hana. Hún fæst í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31. Upplýsingar um heimalestur er að finna undir síðunni: Heimalestur og utanbókarlærdómur. Kirkjulykilinn fá börnin afhentan í kirkjunni og Gídeonmenn færa öllum fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf.

Messur og þátttaka í helgihaldi:Ætlast er til að fermingarbörnin mæti ekki sjaldnar en 10 sinnum í almenna guðsþjónustu (eða 8 sinnum í messu og 2 sinnum í Æskulýðsfélagið Sakúl) Þau skrá messusóknina í Kirkjulykilinn og fá stimpil í hana. Æskilegt er að foreldrar fylgi börnum sínum í guðsþjónusturnar.

Sakúl: Æskulýðsfélagið Sakúl er fyrir unglinga í 8-10 bekk í Norðlingaholti og Árbæ. Þar er fjölbreytt og spennandi dagskrá yfir veturinn sem unglingarnir taka sjálfir þátt í að móta. Fundir eru á fimmtudagskvöldum kl. 20:15-21:45. Mögulegt er að fá 2 stimpla í Kirkjulykilinn fyrir þátttöku í Sakúl. Börnin þurfa sérstaklega að skrá sig í Sakúl ef þau vilja taka þátt í því.

Ritningarvers: Fermingarbörnin velja sér sjálf í vetur ritningarvers sem þau læra utan að og fara með í fermingarathöfninni. Velja má hvaða vers sem er úr Biblíunni en á hér á heimasíðunni undir dálknum: Ritningarvers er að finna nokkrar tillögur.

Ferð í Vatnaskóg: Farin verður dagsferð í Vatnaskóg sem er hluti af fermingarfræðslunni 13. nóvember og 20. nóvember. Nánari upplýsingar um dagskrá, verð og ferðatilhögun verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur. Ath. Foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi úr skóla fyrir börnin sín.

Fermingarfræðslugjald: Gjald fyrir fermingarfræðslu er ákvarðað af þjónustugjaldaskrá ríkisins og er 19.146 krónur.

 

DAGSKRÁ  FERMINGARFRÆÐSLUNNAR 2019-2020

2019

18. – 21. ágúst: Fermingarnámskeið ATH: Hefst sunnudaginn 18. ágúst kl. 11:00 – 15:00 og stendur svo yfir dagana 19.-21. ágúst kl. 09:00-13:00

25. ágúst: Guðsþjónusta kl. 11:00 með þátttöku fermingarbarnanna á ágústnámskeiðinu og foreldrafundur.

12. -14 september Fermingarnámskeið 12. september, kl.16:00-19:00, 13. september, kl.15:00-20:00, 14.september kl.09:00-17:00

15.september: Guðsþjónusta kl. 11:00 með þátttöku fermingarbarnanna á septembernámskeiðinu og foreldrafundur. 

30. október: Fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar kl. 17-19

13. nóvember: Dagsferðalag í Vatnaskóg kl. 08:00-21:00. -fyrri hópur- (Foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi fyrir barnið sitt í skóla. )

20. nóvember: Dagsferðalag í Vatnaskóg kl. 08:00-21:00. fyrri hópur- (Foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi fyrir barnið sitt í skóla.)

 

2020

4. janúar og 11. janúar: Sjálfstyrkingarnámskeið (Hópaskipting auglýst síðar) Hópur 1 kl. 09:00-12:00. Hópur 2 kl. 12:30-15:30.

8. febrúar: Fermingarbarnamót með Guðríðarkirkju og Grafarvogskirkju í Grafarvogskirkju.

11. mars og 18. mars: Könnun og kyrtlamátun (Hópaskipting auglýst síðar)Hópur 1: kl. 15:30. Hópur 2: kl:16:30

22. mars: Foreldrafundur eftir guðsþjónustuna sem hefst kl. 11:00 þar sem farið verður í praktíska hluti varðandi undirbúning fermingarinnar.

24. mars og 26. mars: Fermingaræfingar fyrir fermingar 29.mars. Þau sem fermast fyrir hádegi mæta kl: 16:00 en eftir hádegi mæta kl:16:30

31 mars og 2. apríl : Fermingaræfingar fyrir fermingar Pálmasunnudag, 5. apríl. Þau sem fermast fyrir hádegi mæta kl: 16:00 en eftir hádegi mæta kl: 16:30

7. apríl og 8. apríl: Fermingaræfingar fyrir fermingu Skírdag, 9.apríl.  kl:12:00 báða dagana

 

Fermingardagar vorsins 2020 eru eftirfarandi:

29. mars sunnudagur kl. 10:30

29. mars sunnudagur kl. 13:30

5. apríl Pálmasunnudagur kl. 10:30

5. apríl Pálmasunnudagur kl. 13:30

9. apríl  Skírdagur kl. 10:30