Dagskrá

//Dagskrá
Dagskrá2018-11-05T14:54:07+00:00

7. nóvember

Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl.13.30 fyrir þá sem vilja. Kaffi og spjall á eftir.

 

14. nóvember 

Stólaleikfimi kl.13.30.

Björk Vilhelmsdóttir kemur í heimsókn og segir okkur frá sjálfboðastarfi sínu í Palestínu þar sem hún hefur tekið þátt í friðargæslu. 

Kaffi og með því  á eftir í boði kirkjunnar.

 

21. nóvember

Í dag færir Opna Húsið sig í félagsmiðstöðina Hraunbæ 105 þar sem við ætlum að skera út laufabrauð milli kl. 13 og 15.

Laufabrauð tilbúið til skurðar verður selt á staðnum. Starfsmenn kirkjunnar og félagsmiðstöðvarinnar sjá síðan um að steikja kökurnar. Gott er að hafa með sér / þeir sem eiga: Laufabrauðsjárn eða hníf til að skera út með og ílát til að taka kökurnar með í heim. 

Kaffi og með því í boði kirkjunnar og félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ.

Hádegismatur er í Hraunbæ 105 kl. 11.30 til 12.30 og því tilvalið að borða þar áður en byrjað er að skera út laufabrauðið.  Verð fyrir eldri borgara og öryrkja er kr. 775 en aðra kr. 1230. Skrá þarf sig í matinn daginn áður í Hraunbæ 105 s.411-2730.

 

28. nóvember

Stólaleikfimi kl.13.30.

Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson kemur í heimsókn, leikur á saxafón og segir okkur skemmtilegar sögur.

Kaffi og með því  á eftir í boði kirkjunnar.

 

 

Athugið: Breytingar geta orðið á ofangreindri dagskrá Opna Hússins.