Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í Árbæjarkirkju alla miðvikudaga

Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður á eftir kr.700 fyrir þá sem vilja.

Opið hús, félagsstarf fullorðinna, er í safnaðarheimili kirkjunnar frá kl. 13 til 16. 

Allir hjartanlega velkomnir

 

Miðvikudagurinn 6. nóvember

Stólaleikfimi með Öldu Maríu kl. 13.30. 

Við ætlum að myndskreyta bolla/skálar í dag. Allir sem vilja spreyta sig í listinni fá einn bolla en ef fólk vill teikna á fleiri bolla eða skálar er hægt að fá þá á kostnaðarverði hjá okkur. 

Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.

Allir velkomnir 

 

Miðvikudagurinn 13. nóvember

Stólaleikfimi með Öldu Maríu kl. 13.30.

Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra kemur í heimsókn.

Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.

Allir velkomnir.

 

Miðvikudagurinn 20. nóvember

Í dag skerum við út laufabrauð í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 kl. 13 til 15. Athugið að ekki er kyrrðarstund í kirkjunni í dag. 

Í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ er matur kl. 11.30 til 12.30. Verð fyrir matinn er kr.795. Þeir sem vilja koma í matinn þurfa að skrá sig að minnsta kosti daginn áður í Félagsmiðstöðinni eða í síma 411-2730.

Laufabrauð, tilbúið til skurðar, er selt á staðnum kr.100 hver kaka. Starfsfólk kirkjunnar og félagsmiðstöðvarinnar sér síðan um steikingu þegar þið eruð búin að skera út. 

Gott er að hafa með sér áhöld eins og hnífa og bretti og ílát til að koma laufabrauðinu heim. Ekki hafa áhyggjur þó eitthvað gleymist, við reddum því.

Allir velkomnir. 

 

Miðvikudagurinn 27. nóvember

Stólaleikfimi með Öldu Maríu kl. 13.30.

Servíettubrot. Rifjum upp nokkur falleg servíettubrot fyrir jóla- og áramótaboðið. Allt efni á staðnum.

Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.

Allir velkomnir.

 

Miðvikudagurinn 4. desember

Stólaleikfimi með Öldu Maríu kl. 13.30.

Bókakynning. 

Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.

Allir velkomnir.

 

Miðvikudagurinn 11. desember

Jólamatur og jólapakkaleikur. Athugið að EKKI þarf að koma með pakka.

Allir velkomnir.

 

Miðvikudagurinn 18. desember

Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 15. Athugið að ekki er kyrrðarstund í kirkjunni í dag. 

Þetta er síðasti hittingur okkar í Opna húsinu fyrir jólafrí og ætlum við að hafa það rólegt og kósílegt. Hlusta á jólatónlist, drekka heitt súkkulaði/kaffi og borða smákökur. Nú er líka tækifæri til að taka jólapeysuna út úr skápnum og sýna sig í henni. 

Allir velkomnir.