Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í Árbæjarkirkju alla miðvikudaga

Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður á eftir kr.700 fyrir þá sem vilja.

Opið hús, félagsstarf fullorðinna, er í safnaðarheimili kirkjunnar frá kl. 13 til 16. 

Allir velkomnir

 

Opið hús miðvikudaginn  18 september

Stólaleikfimi með Öldu Maríu kl. 13.30. 

Kíkjum í blöðin, spjöllum, spilum eða tökum upp handavinnuna.

Skráning í haustferð Opna hússins, sjá hér að neðan.

Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.

Allir hjartanlega velkomnir

 

Haustferð Opna hússins 

Haustferð Opna hússins verður farin miðvikudaginn 25. september næstkomandi.

Farið verður með rútu frá Árbæjarkirkju kl.12.

Við byrjum á því að aka sem leið liggur yfir Hellisheiði í Grímsborgir þar sem við ætlum að snæða léttan hádegisverð. Að honum loknum tökum við stefnuna á Úlfljótsvatn þar sem við skoðum kirkjuna og ökum síðan Nesjavallaleið heim. Áætluð heimkoma er um kl.17.

Ferðin kostar kr. 3500 á mann.

Skráning hjá Arngerði í síma 820-9558.