Fermingar 2019

//Fermingar 2019
Fermingar 20192018-05-08T11:57:44+00:00

Fermingar 2019

Fermingardagar vorsins 2019 eru eftirfarandi:

7. apríl sunnudagur kl. 10:30

7. apríl  sunnudagur kl. 13:30

14. apríl Pálmasunnudagur kl. 10:30

14. apríl Pálmasunnudagur kl. 13:30

18. apríl  Skírdagur kl. 10:30

18. apríl Skírdagur kl. 13:30

Stofnaður hefur verið lokaður hópur á facebook til að miðla upplýsingum til foreldra fermingarbarna og eru foreldrar beðnir að óska eftir aðgangi. Slóðin er: https://www.facebook.com/groups/1756895697682447/members/

 

DAGSKRÁ  FERMINGARFRÆÐSLUNNAR 2018-2019

2018

13. – 17. ágúst: Fermingarnámskeið kl. 09:00 – 12:00 eða 13:00-16:00 (Velja þarf annaðhvort námskeiðið en ekki hægt að mæta stundum f.h. og stundum e.h.)

19. ágúst: Guðsþjónusta kl. 11:00 með þátttöku fermingarbarnanna á ágústnámskeiðinu og foreldrafundur.

13. -15 september Fermingarnámskeið 13. september, kl.20:00-22:00, 14. september, kl.15:00-20:00, 15.september kl.10:00-17:00:

16.september: Guðsþjónusta kl. 11:00 með þátttöku fermingarbarnanna á septembernámskeiðinu og foreldrafundur. 

17. október: Fermingarferðalag í Vatnaskóg kl. 08:00-21:00. -fyrri hópur- (Foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi fyrir barnið sitt í skóla. )

7. nóvember: Fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar kl. 17-19

14. nóvember: Fermingarferðalag í Vatnaskóg kl. 08:00-21:00. seinni hópur- (Foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi fyrir barnið sitt í skóla.)

 

2019

5. janúar og 12. janúar: Sjálfstyrkingarnámskeið (Hópaskipting auglýst síðar) Hópur 1 kl. 09:00-12:00. Hópur 2 kl. 12:30-15:30.

9. febrúar: Fermingarbarnamót með Guðríðarkirkju og Grafarvogskirkju í Grafarvogskirkju.

20. mars og 27. mars: Könnun og kyrtlamátun (Hópaskipting auglýst síðar)Hópur 1: kl. 15:30. Hópur 2: kl:16:30

31. mars: Foreldrafundur eftir guðsþjónustuna sem hefst kl. 11:00 þar sem farið verður í praktíska hluti varðandi undirbúning fermingarinnar.

2. apríl og 4. apríl: Fermingaræfingar fyrir fermingar 7.apríl. Þau sem fermast fyrir hádegi mæta kl: 16:00 en eftir hádegi mæta kl:16:30

9. apríl og 11. apríl : Fermingaræfingar fyrir fermingar 14. apríl. Þau sem fermast fyrir hádegi mæta kl: 16:00 en eftir hádegi mæta kl: 16:30

16. apríl og 17. apríl: Fermingaræfingar fyrir fermingar 18.apríl. Þau sem fermast fyrir hádegi mæta kl:12:00 en eftir hádegi mæta kl:12:30

 

Kennsluefni Kennslubókin heitir Con Dios og þurfa fermingarbörnin að kaupa hana. Hún fæst í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31. Upplýsingar um heimalestur er að finna undir síðunni: Heimalestur og utanbókarlærdómur.

Kirkjulykilinn fá börnin afhentan í kirkjunni og Gídeonmenn færa öllum fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf.