Foreldramorgnar í Árbæjarkirkju eiga sér langa hefð, Foreldramorgnar eru nú á tveimur stöðum í sókninni. Í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju og í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti (gamla Mesthúsið).

ÞRIÐJUDAGA kl. 10:00 – 12:00
Í SAFNAÐARHEIMILI ÁRBÆJARKIRKJU

MIÐVIKUDAGA kl. 9:30 – 11:30
í FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI HOLTINU, NORÐLINGAHOLTI
(Bæði fyrir foreldra og dagforeldra)

Foreldramorgnar eru notaleg upplifun fyrir foreldra og börn, þar sem þeim gefst kostur á að hittast, spjalla og deila reynslu sinni.  Spennandi dagskrá, uppákomur og fyrirlesar einu sinni í mánuði. Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir. Léttar veitingar í boði kirkjunnar.

Facebook hópur foreldramorgna er á slóðinni: https://www.facebook.com/groups/126854797450074/?fref=ts

Allar nánari upplýsingar veitir Ingunn Björk Jónsdóttir á netfangið:(ingunn@arbaejarkirkja.is)

DAGSKRÁ VOR 2019

19. febrúar kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SKYNDIHJÁLP UNGBARNA Kennd verður endurlífgun, hjartahnoð og blástursaðferð, losun aðskotahluta úr hálsi og hitakrampa hjá börnum.

12. mars kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
HUGLEIÐSLA OG SLÖKUN Steinunn M. Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur og jógakennari spjallar um áhrif hugleiðslu á heilsu og líðan, þrátt fyrir svefnlitlar nætur og álag sem fylgir foreldrahlutverkinu. Krílavæn kynning um hugleiðslu, slökun og núvitund.

9. april kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SJÁLFSSTYRKING EFTIR BARNSBURÐ Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjallar um sjálfstyrkingu í tengslum við foreldrahlutverkið.