Tólf spora starfið hefst að nýju 25. september og verður í allan vetur. Tólf spora starfið hentar öllum sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu með því að leita styrks í kristinni trú. Þetta er einstætt tækifæri til sjálfsskoðunar og sjálfsstyrkingar í góðra vina hópi. Fyrst eru þrír kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram. Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 25. september kl. 19:00. Næsti opni fundurinn verður 2. október, þriðji opni fundurinn er 9. október en á fjórða fundi 16. október verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á alla opnu fundina) Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:00-21:00 á efri hæð kirkjunnar.