Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju – Guðsþjónusta kl. 11:00

//Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju – Guðsþjónusta kl. 11:00

Æskulýðsdeginum fagnað í Árbæjarkirkju sunnudaginn 3. mars. Börnin í barnastarfinu verða í aðalhlutverki og sjá um stóran hluta af guðsþjónustunni. Börn úr TTT-starfinu (10-12 ára) verða með eurovision helgileik. Börnin úr STN-starfinu (6-9 ára) syngja undir stjórn Erlu Mist Magnúsdóttur. Rebbi og Mýsla líta inn í hátíðarskapi.
Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir ásamt Ingunn Björk Jónsdóttur djákna, Sóley Öddu, Önnu Siggu og Erlu Mist. Benjamin Gísli Einarsson leikur á flygilinn. Kaffi, skúffukaka og djús að lokinni guðsþjónustu.

By |2019-02-28T17:04:29+00:0028. febrúar 2019 | 16:55|