Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 10:00 verður boðið upp á sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir ungabörn í foreldramorgnum Árbæjarkirkju. Áhersla verður lögð á endurlífgun, losun aðskotahlutar úr hálsi og rétt viðbrögð við hitakrampa. Námskeiðið er á vegum Rauða krossins og er ókeypis. Leiðbeinandi er Sigurjón Ólafsson. Allar mömmur og pabbar velkomin með krílin sín.