Dagskrá foreldramorgna Árbæjarkirkju

//Dagskrá foreldramorgna Árbæjarkirkju

Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi og eru öllum opnir.
Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni. Foreldramorgnar eru nú á tveimur stöðum. Á þriðjudögum kl. 10-12 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og á miðvikudögum kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingaholti.
Einu sinni í mánuði eru sérstakir fyrirlestrar sem tengjast ummönnun ungra barna. 

6. febrúar kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SKYNDIHJÁLP UNGBARNA, Kennd verður endurlífgun, hjartahnoð og blástursaðferð, losun aðskotahluta úr hálsi og hitakrampa hjá börnum

6. mars kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
UNGBARNANUDD, Hrönn Guðjónsdóttir, heilsunuddari og ungbarnanuddkennari, kennir undirstöðuatriði í ungbarnanuddi. Koma þarf með handklæði til að hafa undir börnunum

10. april kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SJÁLFSSTYRKING EFTIR BARNSBURÐ, Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjallar um sjálfstyrkingu í tengslum við foreldrahlutverkið.

 

 

By |2018-01-17T15:15:41+00:0017. janúar 2018 | 14:57|