Jólaleikritið Týndu Jólin í Árbæjarkirkju

//Jólaleikritið Týndu Jólin í Árbæjarkirkju

Jólaleikritið Týndu jólin í Árbæjarkirkju sunnudaginn 3. desember kl. 11:00. Kveikt verður á spádómakertinu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Að lokinni leiksýningunni verður tendrað á jólatré á Árbæjartorgi. Jólasveinar munu líta við með glaðning fyrir yngstu kynslóðina. Í sýningunni Týndu Jólin komast álfabörnin Þorri og Þura að því að jólakötturinn hefur ákveðið að það verði engin jól haldin þetta árið. Álfabörnin þurfa að leysa ýmis verkefni og fá til þess hjálp ungra áhorfenda. Með einlægni, gleði og með vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að finna hinn sanna jólaanda og bjarga jólunum.

By |2017-11-29T16:02:31+00:0029. nóvember 2017 | 16:00|