Þriðjudaginn 3. október kl. 10:00 mun Ingibjörg Leifsdóttir svefnráðgjafi, verða með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna á foreldramorgnum Árbæjarkirkju. Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti.
Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi og eru öllum opnir.
Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni.
Boðið upp á léttan morgunverð.
Einu sinni í mánuði eru sérstakir fyrirlestrar sem tengjast ummönnun ungra barna.
3. október kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SVEFN OG SVEFNVENJUR UNGBARNA, Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi, verður með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna.

7. nóvember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SAMSKIPTI Í FJÖLSKYLDUM, Elísabet Berta Bjarnadóttir fjölskylduráðgjafi, fjallar um þá breytingu sem verður í fjölskyldum þegar nýtt barn bætist í fjölskylduna.

28. nóvember kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
BÓLUSETNINGAR UNGBARNA, Elín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, fjallar um bólusetningar og veitir ráðgjöf um ungbarnavernd.