baby-first-aid-courseÞriðjudaginn 20. september kl. 10:00 verður skyndihjálp ungbarna á foreldramorgnum Árbæjarkirkju. Kennd verður endurlífgun, hjartahnoð og blástursaðferð, losun aðskotahluta úr hálsi og viðbrögð við hitakrampa hjá börnum.
Námskeiðið er á vegum Rauða Krossins og er ókeypis. Leiðbeinandi er Guðjón S. Magnússon.
Allar mömmur og pabbar velkomin með litlu krílin sín
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti.
Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi.
Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni.
Boðið upp á léttan morgunverð.
Einu sinni í mánuði eru sérstakir fyrirlestrar sem tengjast ummönnun ungra barna.