Lagt af stað kl: 12 frá Árbæjarkirkju.

Keyrt sem leið liggur í Friðheima sem eru 95 km.

Klukkan 13:30 taka Knútur og Helena á móti okkur og við borðum heimalagaða tómatsúpu og heimabakað brauð, kaffi og te er innifalið eftir matinn.

Knútur segir okkur frá tómatræktuninni og sýnir okkur gróðurhúsin.

Síðan er hægt að kíkja á hestana og nánasta umhverfi áður en haldið er til baka kl: 15.

Í baka leiðinni ætlum við að koma við í Hveragerði og kíkja í stóru Álnavörubúðina.

Boðið verður upp á smá hressingu eða nesti eftir búðarferðina áður en lagt verður af stað heim.

Áætluð heimkoma við Árbæjarkirkju er kl: 17.

Verð ferðarinnar er 2000 kr.