Sumarnámskeið fermingarfræðslunnar hefst  fimmtudaginn 13. ágúst kl: 9:00-12:00 og stendur til 19. ágúst. Sunnudaginn 16. ágúst er guðsþjónusta með þátttöku fermingarbarnanna og fundur með foreldrum að lokinni guðsþjónustu. Foreldrar mæta með börnum sínum í guðsþjónustuna og fundurinn er strax á eftir.
Á sumarnámskeiðinu ljúka fermingarbörnin helmingi fræðslunnar en mæta svo að jafnaði einu sinni í mánuði í fræðslutíma yfir vetrartímann. Að auki er þátttaka í helgihaldi kirkjunnar hluti af fræðslunni. Þau börn sem ekki vilja né hafa tök á að taka þátt í umræddu námskeiði í ágústmánuði munu hefja fræðsluna í september og vinna upp það sem ágústhóparnir unnu. Síðan mun sá hópur sameinast hinum í október. Enginn munur er á vinnu fermingarbarnanna, hvort sem þau taka þátt í ágústnámskeiðinu eða hefja fræðslu í september.