Pílagrímar og pylsur: Útimessa á Nónhæð

Söfnuðirnir á samstarfssvæði hinnar fornu Gufunessóknar, Árbær, Grafarholt og Grafarvogur eru með sameiginlega útimessu 12. júlí á Nónholti við Grafarvog (nálægt sjúkrastöðinni Vogur) kl. 11. sr. Þór Hauksson þjónar í messunni. Reynir Jónasson verður á Harmonikku. Krisztian K. Szklenár á hjómborð og félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Boðið verður upp á grillaðar pylsur eftir messuna. Gengin verður pílagrímaganga frá kirkjunum þremur að Nónholti og hefst gangan frá Árbæjarkirkju kl. 10:20, en frá Guðríðarkirkju og Grafarvogskirkju kl. 10:30. Verið velkomin í pílagrímagöngu og útimessu!

Þeir sem ekki treysta sér til að ganga geta auðvitað komið á bílum og langt fyrir neðan Nónhæð. Létt ganga er frá bílastæði að messustað.