Sunnudaginn 3. mars er Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.

Fermingarbörn vorið 2013

Fermingarbörn vorið 2013

Þann dag stendur mikið til í Árbæjarkirkju kl. 11. Frumsýnd verður stuttmynd TTT-starfsins og 7 ára barna. Magnea Rós, úr Æskulýðsfélaginu  saKÚL, flytur atriði saKÚL úr hæfileikakeppni Febrúarmóts ÆSKR í Vatnaskógi. Sóley Dögg Ásgerðardóttir flytur atriði úr SAMFÉS keppninni. Börn lesa ritningarlestra og svo koma auðvitað Rebbi og Mýsla í heimsókn. Boðið upp á hressingu að lokinni messu. Prestur sr. Þór Hauksson ásamt Ingunni, Valla, Fritz og Díönu. Organisti og kórstjórnandi kirkjukórsins er Krisztina K. Szklenár. httpv://www.youtube.com/watch?v=ExFCzpZbOFw